Væntanlegar ferðir

Væntanlegar ferðir

johannatravel.blogpot.com
jemen@simnet.is




Íran

25.febr-10.mars
14 dagar. – lágmarksfjöldi 21
Verð með fyrirvara 290 þúsund
Staðfestingargjald óafturkræft, 20 þús.

Flogið til Amsterdam og áfram með KLM til Teheran, höfuðborgar Írans. Þar skoðum við söfn sem kynna okkur gamla og nýja tíma. Við fljúgum til Sjiraz, borgar skálda og næturgala og við skoðum Persepolis, einn frægasta fornminjastað heims. Farið yfir eyðimörkina til Jazd þar sem elddýrkendatrúin blómstrar enn. Til Isfahan, borg Lífgjafarfljótsins og bláu moskanna sem eiga sér vart sínar líku. Við fræðumst um þetta dularfulla þjóðfélag sem fáir Vesturlandabúar kunna skil á en er langtum þróaðra en við höldum.

Innifalið í verði:
Flug til Amsterdam og þaðan til Teheran og heim
Aðstoð við komu og brottför
Gisting og morgunverður
Hádegisverður alla dagana
Kvöldverður alla dagana
Flug innan Írans
Hádegisverðir alla dagana
Kvöldverður alla dagana
Skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðalýsingu
Tips á flugvöllum, hótelum og veitingarstöðum
Vatn/te eða kaffi á löngum ökuleiðum

Ekki innifalið
Vegabréfsáritun sirka 80 dollarar– en johannatravel sækir um hana og sér um að senda út vegabréf
Þjórfé til innlendra fararstjóra og bílstjóra um 160 dollarar á mann
Drykkir

Jemen/Jórdanía
Páskar 2007
Verð(með fyrirvara) 260 þúsund
Staðfestingargjald (óafturkræft) 20 þúsund.

Við fljúgum um Frankfurt til Sanaa, höfuðborgar Jemens. Sanaa er einhver sérstæðasta og myndrænasta borg sem menn kynnast. Piparkökuhús gömlu borgarinnar verða mönnum minnisstæð. Við flöndrum um landið, upp á ofurhá fjöll og ofan í djúpa dali, skoðum hallir og rústir, hugum að mörkuðum, svömlum í Rauða hafinu, horfum á hnífadans innfæddra og við förum til Wadi Hawdramat þar sem Manhattan eyðimerkurinnar rís upp af sandinum eins og furðuverk.
Við förum líka til Jórdaníu og skoðum Petru, hina rauðu borg nabatea og inn í tungldalinn Wadi Rum, buslum í Dauða hafinu og dveljum um stund í Amman, höfuðborg Jórdaníu.

Verð er 260 þúsund
Innifalið:
Flug, gisting, skattar
Vegabréfsáritanir
Morgunverður
Kvöldverður
Bátsferð á Rauða hafi
Flug innan Jemens
Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir
Vatn og te í skoðunarferðum í Jemen


Azerbajdan, Georgía og Armenía 30.apr.-20.maí 2007
21 dagur. Lágmarksfjöldi 24
Flogið um London og Vínarborg til Jerevan, höfuðborgar Armeníu en þar er ein elsta kristna kirkja heimsins. Kirkjur og klaustur eru óteljandi í landinu og við fáum smjörþefinn af nokkrum þeirra.
Við skoðum ríkar minjar og söfn og keyrt yfir til Georgíu eftir fyrstu fjóra dagana. Landslag í Kákasusfjöllum er mikilúðlegt og valin fegursta leiðin. Tblisi, höfuðborg Georgíu er falleg borg og við förum í skoðunarferðir um hana og út um sveitir, m.a til Gori, fæðingarstaðar Jósefs heitins Stalíns. Áfram til Azerbajdan og þar er verið í viku, fjöll og dalir, ár og lækir og fýsilegt mannlíf. Gistum m.a. í heimagistingu á tveimur stöðum. Fljúgum heim frá Azerbajdan.
Verð: 350 þúsund.
Þar af staðfestingargjald 20 þúsund.

Innifalið í ferðinni
Flug til og frá Kaupmannahöfn
Flug til Azerbadjan og frá Armeníu
Skattar
Gisting á 3ja stjörnu hótelum flesta daga. Tvívegis er gist í heimahúsum.
Fullt fæði alla dagana.
Öll keyrsla
Aðgangseyrir á alla staði sem við heimsækjum og verða taldir í fullmótaðri áætlun.
Tips til burðarkarla á hótelum, við flugvelli eða landamæri
Vatn á löngum ökuferðum
Tips til innlendra fararstjóra og bílastjóra

Ekki innifalið

Drykkir, áfengir sem óáfengir
Vegabréfsáritanir til landanna þriggja( 100 dollarar) Innheimt fyrir brottför

Verð fyrir eins manns herbergi 470 dollarar



Aðrar ferðir
Sýrland
September 2007
14 dagar – lágmarksfjöldi 27
Verð (með fyrirvara) 210 þúsund
Staðfestingargjald (óafturkræft) 20 þús.

Verð með fyrirvara er 210 þús.
Fljúgum um Kaupmannahöfn til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Við rannsökum Damaskus, sækjum sögustundir og horfum á darvisjdansa. Við förum til Palmyru inni í miðri austureyðimörk, sem er trúlega magnaðastur rústastaða í heiminum. Gistum nætursakir í tjaldbúðum og böðum okkur í heitum lindum í eyðimörkinni. Skoðum Aleppo, næst stærstu borgina, kastala krossfaranna og skringileg vatnshjól.

Aukagreiðsla fyrir eins manns herbergi er 380 dollarar
Greiðist með síðustu greiðslu.

Innifalið í verði:
Flug, gisting og allir skattar
Vegabréfsáritanir
Morgunverður
Tips handa burðarmönnum á flugvöllum, hótelum og veitingahúsum
Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir að skoðunarstöðum sem eru taldir í áætlun
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Hádegisverðir (reikna má með að þeir kosti 5-15 dollara)
Tips til sýrlenska leiðsögumansins og bílstjóra 120 dollarar á mann. Þessa upphæð innheimti ég einhvern fyrstu dagana
Einn kvöldverður( u.þ.b 20 dollarar)
Drykkir, áfengir sem óáfengir


Óman
nóvember 2007
16 dagar
Lágmarksfjöldi eru 22.
Verð með fyrirvara 320 þúsund
Staðfestingargjald 20 þús.
Flogið um Frankfurt til Múskat, höfuðborgar Ómans. Þar er farið í skoðunarferðir inn í landið, í ferð til Musandam á Hormussundatánni og seinna er haldið í suður, til Salalah og við könnum hina fornu mirruleið til og frá Flóanum. Gistum í tjöldum á Wahibasöndum og 5 stjörnu hótelum til skiptis, stundum úlfaldareið og horfum á dansa og siglum um flóa og firði. Við skoðum fornar minjar og mannlíf nútímans.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi 450 dollarar. Greiðist með síðustu afborgun

Innifalið í verði:
Flug, gisting og skattar
Morgunverður
Sjö hádegisverðir
Fimm kvöldverðir
Bátsferð á Ómanflóa með þeim veitingum sem segir í ferðalýsingu
Þjóðdansasýning
Allar ferðir sem upp eru taldar í áætlun
Skoðunarferðir sem eru í áætlun og aðgangseyrir
Flug innan Ómans
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið
Vegabréfsáritun ( 50 dollarar). Greiðist á reikning minn með síðustu greiðslu
Málsverðir(með þeim fyrirvara sem getið er)
Þjórfé til innlendra leiðsögumanna og bílstjóra 160 dollarar á farþega. Greiðist á reikning minn með síðustu greiðslu
Drykkir

Egyptaland

12 dagar. Lámarksfjöldi 16.
Verð (með fyrirvara) 200 þús.
Flogið um Kaupmannahöfn og til Kairó. Þar skoðum við píramídana í Giza, förum til Sakkara og Memfis, í kastalavirkið sem gnæfir yfir Kairó og síðast en ekki síst á Egypska safnið. Við fljúgum til Lúxor og vitjum Konunga og drottningadala og hallar skeggdrottningarinnar. Val er um ferð er til Abu Simbel, grafhýsis Ramsis II sem mörgum þykir hápúnktur í hverri Egyptalandsferð. Við dveljum í Aswan og siglum á felukka út í eyjarnar, rannsökum markaði og mannlíf.
Öll hótel eru 4ra eða 5 stjörnu

Innifalið:
Flug og gisting, morgunverður
Vegabréfsáritun til Egyptalands
Skoðunarferðir sem upp eru taldar í áætlun og aðgangseyrir
Tips til burðarmanna
Tveir kvöldverðir
Innanlandsflug í Egyptalandi

Ekki innifalið:
Tips til egypskra leiðsögumanna og bílstjóra
Drykkir
Máltíðir
Libya
Okt. 2008
Tilkynnið þátttöku en nánar fljótlega

Athugið að lágmarksþátttöku – sem er breytileg- þarf í allar ferðir til að verð haldist/þær verði farnar. Það verða allir að skilja
Nauðsynlegt að heyra með mjög góðum fyrirvara um áhuga.

Skilyrði eru að menn séu félagar í VIMA og hafi borgað árgjald amk. það árið sem þeir fara í ferð.

UM VÆNTANLEGAR FERÐIR

Ferðaklúbbur VIMA
Áformuð ferðalög 2007

Þið skuluð hafa samband við Jóhönnu K

á jemen@simnet.is
heimasíða: www.johannatravel.blogspot.com
sími 5514017


1. Egyptaland febrúar

2. Íran 26.febr.- 14.mars

3. Jemen/Jórdanía 25.mars-11.apr.

4. Kákasuslöndin Armenía, Azerbadjan og Georgía 1.-22.maí

5. Sýrland/Líbanon 30. ágúst-14.sept.

6. Kákasuslöndin Armenía, Azerbadjan og Georgía (seinni hluta september)


Hugmyndir 2008
(allt með fyrirvara)

Íran apríl

Jemen/Jórdanía – stuðningsfólk Jemenbarna hefur forgang í ferðina

Libya - október

Gjörið svo vel að skrá ykkur. Langur fyrirvari á öllum þessum ferðum er aðkallandi.